Spurningar

 

Fyrir hverja hentar þjónusta Jakarta?
Þjónusta Jakarta hentar vel fyrir þá sem eru að hefja rekstur og vilja einfalda lendingarsíðu fyrir sína starfssemi. Helstu viðskiptavinir Jakarta eru lögfræðingar, eigendur gistieigna, bókarar, iðnaðarverktaka og smærri fyrirtæki.

Hvernig fer þetta fram?
Við setjumst niður með þér og förum yfir t.d. starfssemi þína, hvernig þú sérð fyrir þér uppsetninguna á vefsíðunni, efnissköpun fyrir vefsíðuna og samfélagsmiðlana o.fl. Síðan gefum við þér tilboð.

Hvað kostar að setja upp vefsíðu?
Algengt verð á einföldum lendingarsíðum sem Jakarta hefur sett upp, er á bilinu frá 80.000 til 250.000 kr. auk virðisaukaskatts.

Hvar er vefsíðan hýst og hvert er hýsingargjaldið?
Vefsíðan er hýst hjá tölvufyrirtækinu Techsupport ehf. Eigandi vefsíðunnar greiðir hýsingargjald samkvæmt gjaldskrá Techsupport ehf.

Hvað á Jakarta við þegar það segist nota hagkvæmar lausnir við vefsíðugerð?
Í flestum tilvikum fer fram lítil sem engin forritunarvinna við uppsetningu og gerð á vefsíðu en slík vinna getur verið mjög kostnaðarsöm. Hægt er að setja upp vefsíðu á hagkvæman hátt ef það liggur góður skilningur milli þín og Jakarta um hvernig vefsíðu þú vilt og hver tilgangur hennar sé.

Byrjaðu einfalt!

– Hafðu samband og fáðu tilboð –